Fjögurra ára fangelsi fyrir hnífstunguárás

Héraðsdómur Vesturlands tók í apríl síðastliðnum fyrir mál sem höfðað var gegn konu á Akranesi sem grunuð var um tilraun til manndráps í nóvember á síðasta ári. Konunni var gefið að sök að hafa stungið tengdason sinn með hnífi í brjóstkassa. Dómur Héraðsdóms Vesturlands var birtur síðastliðinn föstudag og var birtur í kjölfar þess að málinu hafði verið áfrýjað til Landsréttar. Hlaut konan fjögurra ára fangelsisdóm auk þess sem hún var dæmd til að greiða tengdasyni sínum 800 þúsund krónur í bætur.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Látrabjarg er nú friðlýst

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skrifað undir plagg til friðlýsingar Látrabjargs. Viðstaddir undirskriftina voru fulltrúar Bjargtanga, félags land-... Lesa meira