Auglýsa styrki til lista og menningararfs

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur nú auglýst eftir umsóknum um styrki af safnliðum á sviði lista og menningararfs og stofnstyrki til íþrótta- og æskulýðsmála. „Veittir eru styrkir til annarra en ríkisaðila þ.e. félaga, samtaka eða einstaklinga vegna verkefna á árinu 2020 sem ekki njóta lögbundins stuðnings eða falla undir sjóði eða sérstaka samninga. Umsóknarfrestur er til miðnættis mánudaginn 4. nóvember nk. Rafræn umsóknareyðublöð er að finna á umsóknarvef Stjórnarráðsins.

Líkar þetta

Fleiri fréttir