Nemendur unglingastigs Grunnskóla Borgarness ásamt kennurum sínum. Ljósm. Skessuhorn/mm

Nemendur unglingastigs GBN hönnuðu draumalandið

Vegna framkvæmda sem staðið hafa yfir við Grunnskólann í Borgarnesi var ákveðið að upphaf skólaárs unglingastigs færi fram í húsi Menntaskóla Borgarfjarðar. Hefðbundið skólastarf var því brotið upp fyrstu fjórar vikurnar í haust. Farið var af stað með stórt þemaverkefni sem nefnist Draumalandið, en það samþættir námsgreinar sem kenndar eru. Nemendum 8. til 10. bekkjar var þannig skipt upp í hópa sem unnu að því að skapa ímyndað draumaland. Verkefninu lauk svo formlega í síðustu viku. Var foreldrum boðið á sýningu í húsi Menntaskólans þar sem afrakstur verkefnavinnunnar var kynntur. Tíðindamaður Skessuhorns fékk að fljóta með og er sagt frá verkefninu í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir