Hvessir síðar í dag

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun vegna hvassviðris seinni partinn í dag og í kvöld fyrir sunnanvert landið, miðhálendið og Faxaflóasvæðið. „Suðaustan hvassviðri eða stormur, 18-25 m/s, hvassast sunnantil,“ við Faxaflóa. „Búast má við mjög snörpum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 35 m/s, einkum á Kjalarnesi og við Hafnarfjall. Varasamar aðstæður fyrir ökutæki, einkum fyrir þau sem taka á sig mikinn vind. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum til að forðast tjón.“

Líkar þetta

Fleiri fréttir