Þrjár Ingibjargir renna í eina á tónleikum í Stykkishólmi

Ingibjargir verða í Stykkishólmskirkju með tónleika næstkomandi sunnudag, 6. október, klukkan 16:00. Það eru þær Ingibjörg Fríða Helgadóttir og Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir sem ætla að láta „þrjár Ingibjargir renna saman í eina konu, einn hugarheim, einn hljóm,“ eins og segir í tilkynningu. Þær ætla þær að flytja lög við ljóð eftir Ingibjörgu Haraldsdóttur, sem er þá þriðja Ingibjörgin. „Konan í speglinum er sönglagabálkur með nýjum lögum við ljóð Ingibjargar Haraldsdóttur. Ingibjörg Fríða og Ingibjörg Ýr hafa unnið að tónlistinni síðustu ár og hlutu nú í ár listamannalaun til að fullvinna tónlistina og gera klára til flutnings og upptöku á plötu. Þær hafa flutt tónlistina við ýmis tækifæri og á tónleikum í Reykjavík, Þingvöllum, Siglufirði og á Egilsstöðum,“ segir í tilkynningunni. Aðgangur er ókeypis og eru tónleikarnir styrktir af launasjóði listamanna.

Líkar þetta

Fleiri fréttir