Stýrivextir lækkaðir í 3,25%

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað í dag að lækka vexti bankans um 0,25 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða þá hérleiðis 3,25%. „Samkvæmt bráðabirgðatölum þjóðhagsreikninga hélt áfram að hægja á hagvexti á fyrri hluta þessa árs. Meiri vöxtur skýrist einkum af hagstæðara framlagi utanríkisviðskipta þar sem eftirspurn beinist í meira mæli að innlendri framleiðslu og vegur það upp á móti samdrætti í útflutningi. Leiðandi vísbendingar benda til þess að áfram muni hægja á vexti efnahagsumsvifa en sjá má merki þess að þjóðarbúið sé mögulega að ná viðspyrnu,“ segir í tilkynningu stofnunarinnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir