Rataði ekki að bíl sínum í Botnsdal

Félagar í Björgunarfélagi Akraness voru kallaðir út í gærkvöldi eftir að tilkynning barst um að maður væri villtur á gönguleiðinni að fossinum Glymi í Hvalfirði. Rataði hann ekki til baka að bílastæðum og skollið á myrkur. Fyrsti hópur björgunarfólks var kominn á svæðið um hálftíma eftir að útkall barst. Um klukkustund síðar var maðurinn fundinn heill á húfi og hann kominn í bíl.

Líkar þetta

Fleiri fréttir