Hjördís og Þórarinn við tjörn í garðinum þeirra. Umhverfið minnir helst á atriði ur teiknimynd. Ljósm. arg.

Ætla að opna gistihús og kolefnisjafna allan reksturinn

Lundarreykjadalur skartaði sínu fegursta þegar blaðamaður Skessuhorns átti þar leið um á fimmtudaginn í liðinni viku. Ferðinni var heitið að Tungufelli í heimsókn til þeirra Þórarins Svavarssonar og Hjördísar Geirdal. Tungufell stendur í dal innarlega í Lundarreykjadal og var það ævintýri líkast að aka heim að bænum. Allt í kringum hús þeirra hjóna voru tré af öllum stærðum og gerðum og í öllum regnbogans haustlitum. Þórarinn og Hjördís hafa síðustu 19 ár verið skógarbændur á Tungufelli og hafa plantað í kringum 600 þúsund trjám á jörðinni. Nýverið keyptu þau jörðina Iðunnarstaði og hyggjast þar fara í gang með ferðaþjónustu. Vinna við skipulag á jörðinni er á lokametrunum og framundan að byggja gistihús og veitingaaðstöðu á Iðunnarstöðum; á krossgötum þar sem stutt verður til allra átta; t.d. á Suðurland, í Borgarfjörð og vestur á Snæfellsnes.

Sjá Skessuhorn sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir