Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir var í síðustu viku ráðin í starf hjúkrunarforstjóra á Höfða á Akranesi. Myndin er úr einkasafni, tekin í Gjánni í Þjórsárdal.

Aðhyllist stefnuna um þjónandi forystu í starfi

Á fundi stjórnar Höfða, dvalar- og hjúkrunarheimilis á Akranesi í síðustu viku var samþykkt að ráða Ólínu Ingibjörgu Gunnarsdóttur hjúkrunarfræðing MLM í starf hjúkrunarforstjóra. Fjórir umsækjendur voru um starfið. Ólína Ingibjörg lærði fyrst til sjúkraliða en útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá Háskólanum á Akureyri 2007. Þá lauk hún MS-MLM, meistaranámi í forystu og stjórnun með áherslu á mannauðsstjórnun síðastliðið vor frá Háskólanum á Bifröst. Hún hefur starfað sem hjúkrunardeildarstjóri á Höfða frá 2017 en þar áður starfaði hún við m.a. hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands, var hjúkrunarfræðingur í starfsmannaheilsuvernd hjá Norðuráli og starfaði auk þess lengi á bráða- og slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Hún hefur verið virk í félagsmálum, á m.a. sæti í sóknarnefnd og starfar með Soroptimistafélaginu, auk þess að sinna útiveru, hannyrðum og syngja í kór.

Blaðamaður Skessuhorns settist niður með Ólínu Ingibjörgu og fékk að skyggnast lítið eitt inn í hennar bakgrunn og væntingar til nýja starfsins. Sjá Skessuhorn sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir