Þróttur átti lægsta boð í sjóvörn við Breiðina

Vegagerðin óskaði nýverið eftir tilboðum í hleðslu 180 metra sjóvarnar við Breiðina á Akranesi. Tilboð voru opnuð fimmtudaginn 26. september. Helstu magntölur eru útlögn grjóts og sprengds kjarna um 2.000 m3 og upptekt og endurröðun grjóts um 1.000 m3 og skal verkinu vera lokið 1. mars 2020. Kostnaðaráætlun í verkið hljóðaði upp á um 17,5 milljónir króna. Sjö tilboð bárust og átti Þróttur ehf á Akranesi lægsta boð 16.845.000 krónur, en Borgarverk var 30 þúsund krónum hærra. Áberandi hæsta boð kom hins vegar frá Work North ehf sem bauð 238,3 milljónir króna.

Líkar þetta

Fleiri fréttir