RKÍ heldur kynningarfund um viðbragðshóp í Borgarnesi

Rauði Krossinn í Borgarfirði býður til kynningar á viðbragðshópi sem nýverið tók til starfa. Hópnum er ætlað að sinna sálrænni skyndihjálp, viðurkenndu verklagi á vettvangi áfalla með það markmið að styðja einstaklinga til fyrra jafnvægis og sjálfstæðis. Einnig verður farið stuttlega yfir hvað átt er við með áfalli og hugsanlega afleiðingar áfalla, sögu áfallahjálpar á Íslandi og uppbyggingu sálrænar skyndihjálpar. Kynningin verður í Hjálmakletti fimmtudaginn 3. október klukkan 17:00.

„Áhugasamir eru hvattir til að mæta og kynna sér þetta mikilvæga samfélaglega verkefni. Viðburðinn má finna á facebook undir – Áfall er ekki sprungið dekk! Hvað er áfall, hvað getum við gert,“ segir í tilkynningu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir