Sæþota. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti.

Leituðu á Faxaflóa að sæþotu sem saknað var

Sjóbjörgunarsveitir við Faxaflóa sem og stjórnstöð Landhelgisgæslunnar bárust í gærkvöldi boð um að hefja leit að konu á sæþotu, sem siglt hafði frá Akranesi og áleiðis til Reykjavíkur, án þess að skila sér á áfangastað. Samferðamaður konunnar var þá kominn í land en ekkert bólaði á konunni. Þyrla Landhelgisgæslunnar var þegar í stað send í loftið en einnig hófu björgunarsveitir Landsbjargar leit á sjó á harðbotna slöngubátum. Þyrlan tók á loft frá Reykjavík klukkan 21:25 en örfáum mínútum síðar skilaði konan sér til hafnar í Reykjavík, heil á húfi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir