Sumarstemning í Flatey á Breiðarfirði

Flatey talin fallegasta eyja veraldar

Flatey á Breiðafirði er að mati álitsgjafa ferðaþjónustusíðunnar Bigseven-Travel besta eyja í heimi. Bigseven-Travel birti nýverið lista yfir þær 50 eyjar Jarðar sem fólk ætti helst að koma til, en tæplega sex þúsund manns tóku þátt í könnuninni auk starfsfólks miðilsins og fleiri álitsgjafa. Flatey á Breiðafirði lenti í fyrsta sæti á listanum og er eyjan sögð vera staðurinn þar sem tíminn stendur í stað og fólki líði líkt og í kvikmyndasetti. Gömul hús eru þar fallega varðveitt og þar hafa einungis tvær fjölskyldur heilsárs búsetu.

Sjá nánar umsögn á síðunni: https://bigseventravel.com

Líkar þetta

Fleiri fréttir