LbhÍ nú hluti háskóla norðurslóða

Landbúnaðarháskóli Íslands var 18. september sl. formlega samþykktur sem hluti af Háskóla norðurslóða (University of the Arctic – UARCTIC). Var það samþykkt á aðalfundi samtakanna í Stokkhólmi. Nú er LbhÍ hluti af Háskóla norðurslóða en þá opnast spennandi nýir möguleikar til nemenda- og kennaraskipta við til dæmis Alaska, Kanada, Grænland, Færeyjar, Rússland og Norðurlönd ásamt því að styrkja alþjóðlegan prófíl LbhÍ. Frá þessu var greint á heimasíðu skólans.

Líkar þetta

Fleiri fréttir