Borgarverk bauð lægst í Norðurgarð í Grundarfirði

Síðastliðinn föstudag voru opnuð tilboð í lengingu Norðurgarðs í Grundarfjarðarhöfn. Það er Hafnarsjóður Grundarfjarðarbæjar sem óskaði eftir tilboðum í verkið en í því felst m.a. 90 m langur bermugarður, rekstur 122 stálþilsplatna, steypa ankerisplatna auk uppsetningar staga og festinga, jarðvinna og festing polla og fríholta. Bygging bermugarðs skal lokið eigi síðar en 15. janúar 2020, en verkinu á að fullu að vera lokið 1. júní 2020.

Kostnaðaráætlun í verkið hljóðaði upp á 246 milljónir króna og var tilboð Borgarverks nánast á pari við það, eða 0,6% yfir áætluðum kostnaði. Fjögur önnur tilboð bárust og voru þau frá 12-69% yfir áætlun.

Líkar þetta

Fleiri fréttir