Frá afhjúpun skiltisins fyrr í dag. Ljósm. fengin af Facebook-síðu H.St.

Söguskilti sett upp við Lambhúsasund

Í dag var afhjúpað nýtt söguskilti við Lambhúsasund á Akranesi. Það sem einkum heyrir til tíðinda við það er að um leið var 700. myndinni komið á framfæri á skiltum sem er nú að fínna víðsvegar um bæjarfélagið, en Haraldur Sturlaugsson hefur haft þetta áhugamál um 14 ára skeið. „Að þessum 700 uppsetningum hafa komið, auk þeirra sem á myndinni eru, Friðjófur Helgason, Björn Finsen og Helgi heitinn Daníelsson. Þetta spjald sýnir lífið fyrr og nú við Lambhúsasund. Sundið sjálft skartaði sínu fegursta þegar myndin var tekin til heiðurs þeim sem hafa lifað og starfað við Bakkatún í áranna rás,“ sagði Haraldur við þetta tilefni. Sjálfur er hann til vinstri á myndinni ásamt þeim Elínu Klöru Svavarsdóttur, Steini Mar Helgasyni, Eyþóri Óla Frímannssyni, Guðmundi Sigurbjörnssyni og Brynhildi Björnsdóttur.

Líkar þetta

Fleiri fréttir