Sjávarútvegssýningunni Iceland Fishing Expo lýkur í kvöld

Sjávarútvegssýningin Iceland Fishing Expo 2019 stendur nú yfir í Laugardalshöll í Reykjavík og lýkur í kvöld. Þar eru 120 sýnendur staddir og gefa þeir ágæta innsýn í fjölmargt sem tengist sjávarútvegi í dag, vinnslu afurða, tæki og búnað í skip og báta og fjölmargt annað sem tengist greininni með beinum og óbeinum hætti. Þessi sýning var síðast haldin 2016 en hefur stækkað umtalsvert síðan þá. Að þessu sinni fyllir sýningin þrjá sali hallarinnar.

Sjávarútvegur hefur þróast hratt í átt að hátækniiðnaði og mátti vel greina þá þróun á sýningunni. Tilgangur hennar er að finna flöt fyrir bæði fagaðila og áhugafólk að kynnast þróun og nýjungum í sjávarútvegi og vera vettvangur fyrir útvegsmenn og aðra sem tengjast sjávarútvegi að koma saman, miðla reynslu og stofna til viðskipta. Þó vakti athygli gesta að þrátt fyrir að sýningin væri stór að umfangi, vantaði nokkur af stærstu hátæknifyrirtækjum Íslands á þessum vettvangi meðal sýnenda.

Líkar þetta

Fleiri fréttir