Yngri flokkar ÍA fögnuðu liðnu keppnisári

Lokahóf yngri flokka knattspyrnufélags ÍA var haldið með pompi og prakt í Akraneshöllinni sl. þriðjudag. Fjölmenni mætti á hófið og ungir og upprennandi knattspyrnukappar fengu að spreyta sig á knattþrautum og vítaskotum, þar sem þjálfarar yngri flokka stóðu vaktina. Að lokum var haldið pylsupartí og iðkendum í 3.-7. flokki veittar viðurkenningar.

Í 2.-5. flokki voru einstökum leikmönnum veittar viðurkenningar. Sunna Rún Sigurðardóttir, Vala María Sturludóttir og Kolfinna Eir Jónsdóttir voru valdar leikmenn ársins í 5. flokki kvenna. Leikmenn ársins í 5. flokki karla voru Arnór Valur Ágústsson, Jón Þór Finnbogason og Ísak Davíð Þórðarson.

Í 4. flokki kvenna var Katrín María Ómarsdóttir valin besti leikmaðurinn, Birna Rún Þórólfsdóttir efnilegasti leikmaðurinn og Salka Hrafns Elvarsdóttir þótti sýna mestar framfarir á árinu. Logi Mar Hjaltested fékk viðurkenningu sem besti leikmaður 4. flokks karla, Haukur Andri Haraldsson sem efnilegasti leikmaðurinn og Sveinn Svavar Hallgrímsson fyrir mestar framfarir.

Arndís Lilja Eggertsdóttir var valin besti leikmaður 3. flokks kvenna, Dagbjört Líf Guðmundsdóttir þótti efnilegust og Þórunn Sara Arnarsdóttir þótti hafa sýnt mestar framfarir. Í 3. flokki karla var Ingi Þór Sigurðsson valinn besti leikmaðurinn, Ármann Ingi Finnbogason sá efnilegasti og Ólafur Haukur Arilíusson fékk viðurkenningu fyrir mestar framfarir á árinu.

Stínubikarinn kom í hlut Lilju Bjargar Ólafsdóttur og Donnabikarinn hlaut Ingi Þór Sigurðsson.

Líkar þetta

Fleiri fréttir