Fullorðinn tjaldur í höndum vísindakonu. Ljósm. Jón Örn Guðbjartsson

Varp tjaldsins brást með öllu á Suðurlandi

Í rannsókn sem vísindamenn við Háskóla Íslands framkvæmdi í sumar kom í ljós að varp tjaldsins brást með öllu á Suðurlandi. Fuglinn hafði ekkert aðgengi að fæðu. „Á svæðum inn til landsins, þar sem tjaldar reiða sig á ánamaðka, var mikill ungadauði í þurrkunum í sumar. Tjaldurinn komst ekki með gogginn í gegnum grjótharðan jarðveginn til að sækja æti.“

Varla kom dropi úr lofti á Suðurlandi og kom í ljós í rannsókn vísindamannanna hvernig fullorðnir fuglar, sem halda til á túnum sunnanlands, áttu í miklum erfiðleikum með að finna æti fyrir ungana og jafnvel sjálfa sig. Á Íslandi notar tjaldur einkum tvenns konar búsvæði. Hluti stofnsins heldur sig gjarnan í fjörum og á leirum eða lítt grónum svæðum við strendur. Þessir tjaldar lifa á því sem fjörurnar færa þeim og er það mest kræklingur og annar skelfiskur. Aðrir tjaldar sæki í tún og graslendi inn til landsins og verpa þar. Fæða þeirra er skordýr og ánamaðkar. Sú fæða brást með öllu eins og fyrr segir.

Líkar þetta

Fleiri fréttir