Undirrita í dag samkomulag um uppbyggingu samgöngumannvirkja

Samkomulag ríkis og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára verður undirritað síðdegis í dag. Af því tilefni hefur forsætisráðuneytið boðað til blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum kl. 16:15 í dag, fimmtudaginn 26. september, þar sem samkomulagið verður kynnt. Viðstaddir verða forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og sveitarstjórar sveitarfélaganna sex sem í hlut eiga. Fram hefur komið að samkomulagið felst meðal annars í uppbyggingu borgarlínu, en á síðari stigum samningaviðræðna var væntanlegri Sundabraut bætt við. Gert er ráð fyrir gjaldtöku til að kosta uppbygginguna.

Líkar þetta

Fleiri fréttir