Stórar uppsagnir hjá fjármálastofnunum

Í dag voru uppsagnir hjá tveimur íslensku viðskiptabönkunum. Arionbanki sagði upp 100 starfmönnum og Íslandsbanki upp 20, auk sex annarra fyrr í mánuðinum. Þá hefur Validor, dótturfélag Arion banka, sagði upp 12 starfsmönnum. Nú eru því 140 færri sem starfa í bankatengdri starfsemi en voru fyrr í mánuðinum. Fram kemur í tilkynningum frá þessum fjármálastofnunum að fækkun starfsfólks sé vegna almennrar hagræðingar í rekstri.

Líkar þetta

Fleiri fréttir