Nýju sexhjólin sótt. Ljósm. bjsv. Heiðar.

Sexhjólum bætt við tækjaflota Heiðars

Björgunarsveitin Heiðar í Borgarfirði fékk í upphafi þessa mánaðar afhent tvö ný sexhjól frá Ellingsen sem eru að sögn Arnars Grétarssonar mikil bylting fyrir sveitina. „Það er töluvert betra að fara yfir á svona hjóli en fjórhjóli. Þau komast meira og fara betur með landið, spóla síður og skilja eftir sig minni ummerki. Svo er töluvert þægilegra að flytja slasað fólk á svona hjóli frekar en fjórhjóli,“ segir Arnar. Hjólin hafa þegar komið að góðum notum en í lok síðustu viku fékk sveitin útkall vegna strandaglóps í Langavatnsdal. Á meðan bílar og önnur tæki komust ekki langt vegna vatnavaxta komust sexhjólin langleiðina að manninum án þess að skilja eftir sig mikil ummerki.

Líkar þetta

Fleiri fréttir