Íbúaþing um lærdómssamfélagið Akranes

Íbúaþing með yfirskriftinni „Lærdómssamfélagið Akranes“ verður haldið miðvikudaginn 2. október í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Þar verður fjallað um mennta- og frístundamál og hvað felst í því að búa í lærdómssamfélagi. Stuttir fyrirlestrar, málstofur og umræður er á dagskránni. „Skráning er opin og mikilvægt að áhugasamir skrái sig og velji tvær málstofur. Setning þingsins verður kl. 17:00. Boðið verður upp á súpu og brauð í matarhléi,“ segir í tilkynningu.

thumbnail of Akranes-ibuathing-heilsida

Líkar þetta

Fleiri fréttir