Taka upp spilin á mánudaginn

Félagar í Briddsfélagi Borgarfjarðar hefja vetrarstarfið næstkomandi mánudag klukkan 20 í Logalandi. Að sögn Ingimundar Jónssonar fjölmiðlafulltrúa félagsins verður á fyrstu kvöldunum spilaðar stakar keppnir í tvímenningi en með haustinu færist aukinn þungi í leikana. Allir eru velkomnir til félags við spilara, nóg pláss í húsinu og góður andi ræður ríkjum. Loks minnir Ingimundur á að árlegt Þorsteinsmót er fyrirhugað laugardaginn 23. nóvember þannig að fólk getur tekið daginn frá.

Líkar þetta

Fleiri fréttir