Hreinsunarátak í Borgarbyggð

Hreinsunarátak í dreifbýli Borgarbyggðar er framundan. Vikuna 1.-8. október verða settir verða niður gámar fyrir grófan úrgang, timbur- og málmúrgang í Bæjarsveit, Brautartungu, á eyrinni við Bjarnastaði og við Lund. Dagana 11.-18. október verða gámar við Lyngbrekku, Lindartungu, Eyrina við Bjarnadalsá, Högnastaði og á Hvanneyri. Í tilkynningu eru íbúar minntir á að flokka rétt og að gámarnir eru ekki ætlaðir fyrir ökutæki.

Líkar þetta

Fleiri fréttir