Giljaböðin í Hringsgili. Laugarnar í gilbotninum fremst á mynd, til vinstri er búningsaðstaða og sturtur og til vinstri við geisla kvöldsólarinnar má sjá stigann sem byggður var til að létta fólki aðkomuna að laugunum. Ljósm. Ozzo Photography.

Heitar laugar í gilbotni er nýjasta nýtt í ferðaþjónustu í Borgarfirði

Undanfarin tvö ár hafa staðið yfir framkvæmdir í Hringsgili í landi Húsafells í Borgarfirði. Ekki hefur farið hátt um framkvæmdir, en um næstu mánaðamót verður opnaður þar nýr og afar spennandi afþreyingarkostur; Giljaböðin á Húsafelli. „Í kjölfar borunar í gilinu, þar sem fannst 57 gráðu heitt vatn, létum við hlaða þrjár laugar og höfum undirbúið þetta verkefni ásamt öðrum störfum okkar. Laugarnar voru hlaðnar í fyrra en á þessu ári hefur svo verið byggður stigi, laugarhús með sturtum og búningsaðstöðu og stígar lagðir. Tilskilin leyfi eru nú í höfn og munum við á næstu vikum byrja að selja gestum á Húsafelli náttúruskorðunarferðir með leiðsögn sem innihalda m.a. laugarferð í Giljaböðin í Hringsgili,“ segir Bergþór Kristleifsson hjá Ferðaþjónustunni á Húsafelli í samtali við Skessuhorn.

Ítarlega er í máli og myndum fjallað um Giljaböðin á Húsafelli í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir