Fremur hlýtt miðað við árstíma

Veðurspá gerir ráð fyrir austan- og norðaustanátt í dag, 8-15 m/s, en hvassast verður við suðausturströndina. Dálítil rigning fyrir sunnan og austan, en skýjað með köflum og yfirleitt þurrt annars staðar. Hiti 9 til 16 stig, hlýjast á Vesturlandi en svalast fyrir austan. Norðaustanátt, 5-10 m/s á fimmtudag. Dálítil væta fyrir norðan og austan og hiti 5 til 10 stig. Bjart á suðvesturhorninu að mestu og hiti allt að 16 stig. Á laugardag og sunnudag er útlit fyrir norðaustlæga átt, 5-10 m/s. Skýjað og þurrt að mestu á Suður- og Vesturlandi. Annars skýjað og úrkomulítið og kólnar í veðri. Hægir vindar, skýjað með köflum eða bjartviðri en fremur svalt í veðri á mánudag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir