Ráðherra lýsir sig vanhæfa til ráðningar skólameistara

Á ríkisstjórnarfundi í dag var tekin fyrir beiðni Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um að sú síðarnefnda feli öðrum að skipa í embætti skólameistara Fjölbrautaskóla Vesturlands, á grundvelli auglýsingar þar um. Kjarninn greindi í dag frá málinu, en fjölmiðillinn kallaði eftir svari ráðuneytisins um ástæður þessarar óvenjulegu beiðni. Í frétt Kjarnans kemur fram að Ágústa Elín Ingþórsdóttir skólameistari FVA hafi höfðað mál á hendur íslenska ríkinu vegna þeirrar ákvörðunar menntamálaráðherra að auglýsa starfið laust til umsóknar frá og með næstu áramótum. Héraðdómur Reykjavíkur mun taka málið upp en ríkislögmaður fer með málsvörn fyrir hönd ríkisins og mun menntamálaráðherra ekki tjá sig um málið á meðan á vinnslu þess stendur, samkvæmt svari ráðuneytisins við fyrirspurn Kjarnans. Skipunartími skólameistara FVA rennur út um næstu áramót. Fjórir sóttu um starfið, þar á meðal núverandi skólameistari.

Sjá frétt Kjarnans um málið.

Líkar þetta

Fleiri fréttir