Birkir Snær Guðlaugsson verslunarstjóri og Margrét Katrín Guðnadóttir við merki nýja staðarins. Ljósm. Skessuhorn/mm

Kaupfélag Borgfirðinga opnar nýjan veitingastað í dag

Kaupfélag Borgfirðinga opnar klukkan 11 í dag nýjan veitingastað og dagvöruverslun við Digranesgötu í Borgarnesi. Hefur staðurinn fengið nafnð Food Station. Þær Guðrún Sigurjónsdóttir formaður stjórnar KB og Margrét Katrín Guðnadóttir kaupfélagsstjóri munu klippa á borða og opna staðinn formlega. Í boði verður kaffi og kaka í tilefni dagsins og þá verður hægt að kaupa kótelettur í raspi á hádegistilboði fyrir 990 krónur.

Með nafngift nýja staðarins er vísað til eðlis og áherslna í væntanlegum rekstri. Í boði verða hollar veitingar og hröð afgreiðsla. Veitingastaðurinn og lítil dagvöruverslun er í nýju þúsund fermetra húsi sem kaupfélagið lét byggja. Á Food Station er pláss fyrir 120 manns í sæti í stílhreinu og smekklega innréttuðu húsnæði. Verslunarstjóri er Birkir Snær Guðlaugsson matreiðslumeistari.

Skessuhorn mun fjalla ítarlega um nýja staðinn og vígslu hans.

Líkar þetta

Fleiri fréttir