
Frístundamiðstöð fær nafn
Bæjarráð Akraness hafði nafngift frístundamiðstöðvarinnar við Garðavöll til umræðu á fundi sínum nýverið. Ákveðið hefur verið að henni skuli gefið formlegt nafn, en hingað til hefur aðeins verið talað um Frístundamiðstöðina við Garðavöll. Bæjarstjóra var falið að setja saman hugmyndir í tengslum við formlega nafngift miðstöðvarinnar.