Fjárbíll í upprunalega kókbílslitnum

Góð flutningstæki gegna í dag veigamiklu hlutverki í sauðfjárbúskap. Það þarf að keyra féð á fjall og aftur heim úr réttum. Þessi glæsilegi Bensbíll á sér langa sögu. Var allmörg fyrstu árin einn af svokölluðum Kókbílum Vífilfells og ók um landið með fjölmarga plastkassa með 24 kókflöskum í hverjum. Hann heldur enn sama númeri og er í kókbílalitnum, en er nú listilega uppgerður fjárbíll og á heima á Þaravöllum í Innri Akraneshreppi. Hér er honum lagt við Reynisrétt síðastliðinn laugardag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir