
Fálka komið til bjargar
Síðastliðin fimmtudag fór Rebecca C.K. Ostenfeld í björgunarferð í Dölum eftir að hafa fengið tilkynningu um fálka sem virtist þurfa aðhlynningar. Fálkinn dvaldi fyrst um sinn hjá Rebeccu á Hólum þar sem hún rekur húsdýragarðinn Hólar Farm en Rebecca var í stöðugu sambandi við Náttúrufræðistofnun vegna ummönnunar fuglsins. Á sunnudag var fálkinn fluttur í Húsdýragarðinn í Reykjavík til aðhlynningar en stefnt er að því að sleppa honum á björgunarstað þegar hann hefur náð sér á strik aftur.