
Sneri við taflinu í Frakklandi
Valdís Þóra Jónsdóttir hafnaði í 19. sæti á opna Lacoste Ladies mótinu í golfi sem fram fór í Frakklandi um helgina. Mótið er hluti af LET Evrópumótaröðinni, sterkustu mótaröð kvenna í Evrópu.
Valdís byrjaði mótið illa, fór fyrsta hringinn á 79 höggum, eða átta yfir pari. Hún náði heldur betur að snúavið taflinu á öðrum hring. Á honum lék Valdís frábært golf og lauk honum á 66 höggum, eða fimm undir pari. Síðustu tvo hringi mótsins lék hún af öryggi, á samtals einu höggi undir pari. Hún lauk því leik á samtals tveimur höggum yfir pari og lauk keppni í 19. sæti mótsins.