Ráðstefna um slysavarnir

Landsbjörg gengst annað hvert ár fyrir ráðstefnu um slysavarnir. Hún verður að þessu sinni haldin á Grand Hótel Reykjavík dagana 11. og 12. október nk. „Til ráðstefnunnar er kallað fagfólk úr ýmsum stéttum sem vinna að slysavörnum og öryggismálum. Þátttakendur koma af öllu landinu og má þar nefna starfsfólk ferðaþjónustu, fulltrúa tryggingafélaga, fulltrúa löggæslu, heilbrigðisstarfsmenn og fleiri sem láta sig slysavarnir og öryggismál varða. 24 fyrirlesarar flytja áhugaverða fyrirlestra ýmist á íslensku eða ensku,“ segir í tilkynningu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir