Lilja Rannveig tók fyrst sæti á Alþingi í desember á liðnu ári. Hér vinnur hún drengskaparheiti sitt.

Lilja endurkjörin formaður SUF

Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir hlaut endurkjör sem formaður Sambands ungra Framsóknarmanna (SUF) sem fram fór um helgina. Verður þetta annað starfsárið hennar sem formaður. Lilja er varaþingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi ásamt því að hafa sinnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Lilja er 23 ára háskólanemi, búsett í Bakkakoti í Stafholtstungum ásamt Ólafi Daða Birgissyni unnusta sínum og hálfs árs barni þeirra.

Líkar þetta

Fleiri fréttir