Íbúavefurinn Betri Snæfellsbær opnaður

Íbúalýðræðisvefurinn Betri Snæfellsbær var opnaður síðastliðinn fimmtudag. Þar geta íbúar Snæfellbæjar sett fram tillögur um framkvæmdir og viðhaldsverkefni í sveitarfélaginu. Stefnt er að því að tekið verði á móti tillögum allt árið en til að byrja með verður fyrsti mánuðurinn tilraunaverkefni. Á vefsíðu Snæfellbæjar eru íbúar hvattir til að skrá sig inn á Betri Snæfellbæs og taka þátt í uppbyggilegri umræðu og tillögugerð um framkvæmdir og viðhaldsverkefni á vegum sveitarfélagsins.

Tæknideild Snæfellsbæjar mun taka innsendar tillögur og meta út frá gæðum, umfangi og undirtektum íbúa. Tillögurnar verða því næst lagðar fyrir umhverfis- og skipulagsnefnd þar sem þær verða teknar til formlegrar meðferðir og þær hugmyndir sem fyrirhugað er að fari á fjárhagsáætlun 2020 verða kynndar sérstaklega.

Líkar þetta

Fleiri fréttir