Ólafsvík.

Umhverfismál aðalþema haustþings SSV

Árlegt haustþing Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi fer fram í Klifi í Ólafsvík næstkomandi miðvikudag. Þema þingsins að þessu sinni verður umhverfismál. Á þinginu verður fjárhagsáætlun og starfsáætlun SSV kynnt og lögð fram tillaga að Sóknaráætlun Vesturlands 2020-2024. Á þinginu starfa fjórir vinnuhópar og fjalla um fjármál og starfsemi SSV, samgöngumál, opinbera þjónusta og atvinnu- og umhverfismál. Að loknu hádegishléi mun Kristinn Jónasson bæjarstjóri fara með gesti í skoðunarferð um Snæfellsbæ. Gestir þingsins verða Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Haraldur Benediktsson, fyrsti þingmaður Norðvestur-kjördæmis og Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Um nónbil hefst svo „samtal um umhverfismál“ undir yfirskriftinni að hugsa á heimsvísu og framkvæma heima fyrir – viðfangsefni og tækifæri sveitarfélaganna á Vesturlandi í umhverfismálum.  Stjórnandi þess verður Sigurborg Hannesdóttir. Þátttakendur; Ragnhildur Sigurðardóttir Svæðisgarði Snæfellsness, Kristinn Jónasson formaður stjórnar Sorpurðunar Vesturlands, Stefán Gíslason umhverfisfræðingur og Sara Rós Hulda Róbertsdóttir framhaldsskólanemi.

Skessuhorn mun að venju eiga fulltrúa á þinginu og segja frá því helsta sem fram fer í máli og myndum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir