Vegna mikillar úrkomu er nú appelsínugul viðvörun í gildi fyrir Faxaflóa,Breiðafjörð og Vestfirði. Búist er við áframhaldandi vatnavöxtum í dag í ám og lækjum sem stórlega eykur hættu á flóðum og skriðuföllum. Slíkt hefur nú þegar raskað samgöngum þar sem vegir hafa farið undir vatn og ræsi gefið eftir. Í dag er það einkum sunnanvert Snæfellsnes, Mýrar, Borgarfjörður og Hvalfjörður auk Vestfjarða sem sérstök athygli er vakin á hættu þessu samhliða. Þeim sem eru á akstri er bent á að fara með gát. Áfram er spáð mildu veðri, en líklegt að dragi úrkomu eftir daginn í dag.
Meðfylgjandi myndir voru allar teknar síðdegis í gær og sýna áhrif þessarar miklu úrkomu um vestanvert landið.
[caption id="attachment_32105" align="alignnone" width="600"] Gufuá í Borgarhreppi sem vart rann milli steina í sumar, var sem stórfljót á að líta. Ljósm. mm.[/caption]
[caption id="attachment_32106" align="alignnone" width="600"]
Norðurá milli bæjanna Munaðarness og Hlöðutúns. Ljósm. mm.[/caption]
[caption id="attachment_32107" align="alignnone" width="600"]
Víða var Norðurá farin að fljóta upp á tún, hér eru kindur á „eyju“ neðan við bæinn Brekku. Ljósm. mm.[/caption]
[caption id="attachment_32108" align="alignnone" width="600"]
Ræsi á heimreið að sumarbústað í Norðurárdalnum hafði ekki undan og þá fór að flæða yfir veginn. Ljósm. mm.[/caption]
[caption id="attachment_32109" align="alignnone" width="600"]
Vatnið var komið langleiðina upp í dekkin á gömlu brúnum yfir Ferjukotssýkin. Ljósm. mm.[/caption]
[caption id="attachment_32110" align="alignnone" width="600"]
Berjadalsáin sem vart rann í sumar var býsna vatnsmikil í gærkveldi. Ljósm. mm.[/caption]
[caption id="attachment_32111" align="alignnone" width="521"]
Haffjarðará. Ljósm. Þóra Sif Kópsdóttir.[/caption]
[caption id="attachment_32112" align="alignnone" width="540"]
Hítará var óárennileg. Ljósm. Þóra Sif Kópsdóttir.[/caption]
[caption id="attachment_32113" align="alignnone" width="600"]
Björgunarsveitirnar Heiðar og Brák voru kallaðar út til leitar að fólki á Langavatnsdal. Beilá reyndist ófær og urðu björgunarsveitarmenn frá að að hverfa. Þyrla sótti ferðafólk sem var strandaglópar á svæðinu. Á Langavatnsvegi hafði þessu ræsi skolað undan veginum. Ljósm. Björgunarsveitin Heiðar.[/caption]
[caption id="attachment_32114" align="alignnone" width="600"]
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti í gær þrjá ferðamenn sem urðu innlyksa við Langavatn sökum vatnavaxta. Ljósm. Landhelgisgæslan.[/caption]
[caption id="attachment_32115" align="alignnone" width="540"]
Urriðaá á Mýrum hefur sjaldan orðið svona vatnsmikil. Ljósm. Þóra Sif Kópsdóttir.[/caption]