Landsæfing björgunarsveitanna fyrirhuguð

Landsæfing Slysavarnafélagsins Landsbjargar fer fram í Snæfellsbæ og nágrenni laugardaginn 5. október næstkomandi. „Einingar á svæði 5 hafa unnið að undirbúningi síðustu mánuði og stefnir í að æfingin verði hin glæsilegasta. Verkefnin verða með fjölbreyttu sniði og verður eitthvað í boði fyrir alla; bátaverkefni, drónar, fjallabjörgun, fyrsta hjálp, leitarverkefni, rústabjörgun, straumvatnsbjörgun, kafaraverkefni, sleðaverkefni, aðgerðarstjórn, hundaverkefni og tækjaverkefni,“ segir í tilkynningu til félaga í björgunarsveitunum. Hópar munu geta fengið gistingu í grunnskólanum og á laugardagskvöldinu verður grill fyrir þátttakendur.

Líkar þetta

Fleiri fréttir