Flæðir yfir þjóðveginn við Þverá

Eins og íbúar um Vestanvert landið hafa orðið varir við hefur mikið rignt í landshlutanum undanfarna sólarhringa. Vatnavöxtur er mikill í ám og lækjum og er víða farinn að raska samgöngum. Skriða féll á Skarðsstrandarveg í gær, Svínadalsvegur fór í sundur við Súluá og Langavatnsvegur var ófær sökum vatnavaxta, svo dæmi séu tekin.

Allvíða eru skemmdir á vegum vegna flóða, einkum á Vesturlandi og Vestfjörðum. Dæmi eru um að vatn sé farið að skemma vegkanta og sums staðar flæðir yfir vegi. Dæmi um slíkt má sjá á meðfylgjandi myndbandi sem Áslaug Guðmundsdóttir, bóndi á Þverá, sendi ritstjórn núna á ellefta tímanum. Þar sést hvar vatn flæðir yfir Snæfellsnesveg skammt frá Þverá í Eyja- og Miklaholtshreppi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir