Beljandi Hítará síðdegis í gær. Ljósm. þsk.

140 millimetra sólarhringsúrkoma á Hjarðarfelli

Úrkoma síðastliðinn sólarhring mældis mest á Hjarðarfelli í Eyja- og Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi, eða 140,7 millimetrar. Það samsvarar því að ríflega 14 sentimetra lag af vatni hafi lags yfir landið á 24 tímum. Af því leiðir að ár og lækir hafa engan veginn haft undan að flytja allt þetta vatn til sjávar og því hefur víða flætt með tilheyrandi skemmdum á samgöngumannvirkjum. Þá hafa aurskriður fallið úr hlíðum, t.d. í Dölum. Ekki er þó vitað um stór tjón vegna flóða. Næstmest úrkoma mældist á Bláfeldi í Staðarsveit þar sem hún var 122,3 mm síðastliðinn sólarhring. Víðar um vestanvert landið var hún sömuleiðis mjög mikil, sem dæmi 85,8 mm í Hítardal og 81,7 mm í Ásgarði í Dölum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir