Ljósm. Seðlabanki Íslands.

Rannveig og Unnur verða varaseðlabankastjórar

Rannveig Sigurðardóttir og Unnur Gunnarsdóttir hafa verið fluttar í starf varaseðlabankastjóra. Ný lög um Seðlabanka Íslands kveða á um að skipaðir verði þrír varaseðlabankastjórar til fimm ára í senn. Einn þeirra skal leiða málefni er varða peningastefnuna, annar málefni sem varða fjármálastöðugleika og sá þriðji málefni fjármálaeftirlitss.

Bráðabirgðaákvæði nýju laganna gera ráð fyrir að embætti núverandi aðstoðarseðlabankastjóra verði lagt niður og heimilt að flytja hann í nýtt embætti varaseðlabankastjóra án auglýsingar. Einnig er gert ráð fyrir því þegar sameingin Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins öðlist gildi um áramót að forstjóri Fjármálaeftirlits megi flytja í nýtt starf varaseðlabankastjóra án auglýsingar.

Rannveig, sem áður var aðstoðarseðlabankastjóri, hefur þannig verið flutt í nýtt embætti varaseðlabankastjóra peningastefnu frá áramótum og Unnur verður varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits, en hún hefur til þessa verið forstjóri Fjármálaeftirlitsins.

Líkar þetta

Fleiri fréttir