Frá Snæfellsbæ. Ljósm. úr safni.

Ókeypis festingar á ruslatunnur

Snæfellsbær hefur tekið áskorun Íslenska sjávarklasans og Bláa hersins um að hindra fok úr heimilissorptunnum, fyrst íslenskra sveitarfélaga. Snæfellsbær mun, í samstarfi við Gámaþjónustuna, bjóða öllum íbúum sveitarfélagsins upp á festingar á ruslatunnur, til að halda þeim lokuðum og koma í veg fyrir að rusl fjúki úr þeim. Íbúar geta nálgast festingarnar, sér að endurgjaldslausu, hjá Gámaþjónustunni í Ólafsvík.

Líkar þetta

Fleiri fréttir