Tina Cotofana, svepparæktandi í Bæjarsveit. Ljósm. Josefina Morell.

„Ættum að hafa auga með sveppunum í framtíðinni“

Tina Cotofana hefur frá því í sumar stundað svepparæktun í Bæ í Bæjarsveit, þar sem hún er búsett. Ræktar hún sveppina í gámi sem hún hefur innréttað sérstaklega. Hún er lærður listamaður og vinnur að ýmsum verkefnum á því sviði en hefur lengi haft áhuga á hvers kyns heimaræktun. Hún fékkst þannig við svepparækt til eigin nota fyrir allnokkrum árum en það var ekki fyrr en nýlega að hún ákvað að stofna fyrirtækið Sveppasmiðju, hefja framleiðslu á sveppum og selja til veitingahúsa. Undirlagið til ræktunarinnar býr hún til sjálf, en það samanstendur af viði og næringarefnum, svo sem hveitiklíði eða kaffi. Framleiðslan fer fram í rými fyrir aftan heimili hennar, sem helst líkist lítilli rannsóknarstofu. Þar er undirlagið útbúið, sveppagróunum komið fyrir á því og það síðan sett inn í sérstakan ræktunarklefa þar sem hitastigið er alltaf í kringum 19 gráður og rakastigið um það bil 90 prósent.

„Þessi aðstaða er í raun tilraun. Mig langaði að prófa að rækta til að selja, sjá hvort áhugi væri fyrir þessu og síðan sjá til með framhaldið,“ segir Tina í samtali við Skessuhorn.

Sjá viðtal við Tinu Cotofana í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir