Utanríkisráðherrar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkja. Ljósm. Stjórnarráðið/ Sigurjón Ragnar.

Utanríkisráðherrar funduðu í Borgarnesi

Utanríkisráðherrar Norðurlanda og Eystrasaltsríkja funduðu á Hótel Hamri í Borgarnesi í síðustu viku. Það var Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, sem boðaði til fundanna í sínum gamla heimabæ, en Ísland gegnir nú formennsku í utanríkjamálasamstarfi ríkjanna. Á fundunum voru til umræðu öryggis- og varnarmál, þar með talin netöryggismál, norðurslóðir, málefni hafsins og loftslagsbreytingar. Alþjóða- og öryggismál voru rædd með áherslu á nýjar ógnir, en Eystrasaltsríkin hafa á undanförnum árum aflað sér mikillar þekkingar á því sviði. Auk þess var sérstök umræða um mikilvægi alþjóðalaga og alþjóðastofnana og rætt hvernig styrkja mætti stöðu réttarríkisins, lýðræðis og mannréttinda.

Sjá umfjöllun um fund ráðherranna í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir