Úrhellisrigning í dag um suðvestanvert landið

Veðurstofan hefur sent frá sér gula viðvörun vegna mikillar rigningar í dag um suðvestanvert landið; þ.m.t. höfuðborgarsvæðið og Faxaflóa. „Það verður talsverð eða mikil rigning. Búast má við auknu afrennsi og vatnavöxtum í ám og lækjum sem eykur hættu á flóðum og skriðuföllum og getur valdið tjóni og raskað samgöngum. Einnig er aukið álag á fráveitukerfi. Fólk er hvatt til að huga að niðurföllum til að forðast vatnstjón.“

Mikilli úrkomu er spáð í vikunni um vestanvert landið. Þó styttir um tíma upp á morgun.

Líkar þetta

Fleiri fréttir