Ólavía með foreldrum sínum og systkinum. Ljósm. Jónas Ottósson.

„Þetta skellur á manni eins og bylgja og maður varla nær andanum fyrstu dagana“

Ólavía Þorkelsdóttir er fimm ára Skagamær sem greindist með Stjarnfrumuæxli í heila mánudaginn 3. júní síðastliðinn. Ólavía var hress og kát að leika við bróður sinn þegar blaðamaður Skessuhorns heimsótti fjölskylduna á dögunum og settist niður með foreldrum hennar, þeim Liv Åse Skarstad og Þorkatli Kristinssyni, og ræddi við þau um veikindi Ólavíu. Miðvikudaginn 29. maí síðastliðinn byrjaði Ólavía að kasta upp og varð bæði þreytt og slöpp. Hún lagaðist alltaf við að leggja sig en svona hélt þetta áfram annað slagið næstu daga. „Þetta var á þeim tíma sem það var glampandi sól dag eftir dag svo við héldum að þetta væri kannski bara sólstingur eða mígreni og höfðum samband við barnalækni til að fá það staðfest og ráðleggingar um hvernig við ættum að hjálpa henni,“ segir Liv Åse. Ólavía heldur áfram að kasta upp og vera slöpp bæði laugardag og sunnudag. Á sunnudeginum taka foreldrar hennar eftir því að hún er farin að halla höfðinu til hliðar og leist þeim ekki lengur á hana og hringdu í Geir Friðgeirsson barnalækni sem þau hafa verið með öll börnin sín hjá. „Þetta er læknir sem þekkir okkur vel enda höfum við verið með alla krakkana hjá honum. Hann vissi að við værum ekki að hringja nema það væri rík ástæða svo hann sagði okkur að koma strax morguninn eftir. Hann tók strax af henni sneiðmynd og þá kom í ljós að þetta var æxli og hún fór í aðgerð tveimur dögum síðar,“ segir Liv Åse.

Ítarlegt viðtal er við foreldra Ólavíu litlu í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir