Frá vettvangi óhappsins. Ljósm. af.

Óhapp í umferðinni í Snæfellsbæ

Bíll valt á gatnamótum Útnesvegar og Háarifs í Snæfellsbæ á sunnudagskvöld. Ökumaður taldi sig hafa ekið of geyst í beygjuna með þeim afleiðingum að hann missti bílinn út af veginum þar sem hann lenti á ljósastaur og tengikassa og valt að lokum. Ökumaður og farþegi voru fluttir á sjúkrahúsið á Akranesi til aðhlynningar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir