Var að ljúka leit númer 176

Síðastliðinn sunnudag kom Jóhann Oddsson bóndi á Steinum í Stafholtstungum úr leit á Holtavörðuheiði. Þetta var jafnframt 60. haustið sem hann fer í leitir, fór fyrst þegar hann var fjórtán ára. Öll árin utan það fyrsta hefur Jóhann farið í þrjár leitir að hausti. Hann hefur því farið 176 sinnum í leitir sem talið er heimsmet. Hér stendur Jóhann við Steinadilkinn í Þverárrétt.

Líkar þetta

Fleiri fréttir