Ocean Diamond við bryggju í Grundarfirði. Ljósm. tfk.

Veðurtepptir farþegar í Grundarfirði

Farþegaskipið Ocean Diamond lagðist að bryggju í Grundarfirði um helgina og samkvæmt áætlun skipsins átti það að sigla til Reykjavíkur á sunnudagskvöld að taka á móti nýjum farþegum. En veðrið spillti þessari áætlun með hvassviðri og brælu á Faxaflóa þannig að áhöfn skipsins taldi öruggast að bíða í öruggri höfn á meðan veðrið gengi yfir.

Farþegarnir sem voru að klára ferðina voru svo fluttir með rútum frá Grundarfirði til Keflavíkur. Á morgun koma nýir farþegar með rútum til Grundarfjarðar og fara um borð í skipið þar. Áætlað er að skipið leggi úr höfn þaðan sama kvöld.

Líkar þetta

Fleiri fréttir